Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:25 Katrín Jakobsdóttir mátti þola framíköll á meðan hún flutti opnunarræðu landsfundar Vinstri grænna. Stöð 2/Arnar Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum. Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum.
Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46