Mikið í húfi að fá veðurstöð í Vík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2023 13:51 Umferð ferðamanna um Vík í Mýrdal hefur margfaldast á undanförnum árum. Vísir/Jóhann K. Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar. Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar.
Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira