Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki frjálsra íþrótta Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 17:43 Lávarður Sebastian Coe er formaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Vísir/Getty Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt að trans konur fái ekki að keppa í kvennaflokki í mótum á vegum sambandsins. Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Sjá meira
Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Sjá meira