Vill færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 15:01 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs unnu Super Bowl í febrúar en sá leikur var spilaður á sunnudegi eins og allir hinir. AP/Abbie Parr Eitt af andlitum umfjöllunarinnar um NFL-deildina í Bandaríkjunum segir að það sé kominn tími að spila stærsta leik ársins á degi þar sem frí er daginn eftir. Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir. NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir.
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira