Dæsti og bað dómarann um að tala hærra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 09:57 Magnús Aron í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Barðavogsmálinu svokallaða hófst í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður, er ákærður fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní í fyrra. Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið með þeim afleiðingum að Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Geðlæknir var fenginn til að taka afstöðu til þess hvort Magnús Aron væri sakhæfur. Mat hans var að geðheilbrigði Magnúsar Arons væri þess eðlis að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því kæmi ekkert í veg fyrir að refsing gæti borið árangur verði hann fundinn sekur. Magnús Aron hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í júní í fyrra. Hann kom í dómsalin í umsjónum tveggja lögreglumanna í morgun. Hann dæsti þegar hann settist niður, leit á fjölmiðla og dæsti aftur. Aðstandendur Gylfa Bergmanns eru viðstaddir aðalmeðferðina sem er áætlað að taki allan daginn í dag og haldi svo áfram á morgun og föstudag. Magnús Aron verður fyrstur spurður spurninga af saksóknara og verjendum sínum í dag. Hans fyrstu viðbrögð í dómsal voru að biðja dómara í málinu um að tala hærra. Fjallað verður um vitnisburð Magnúsar Arons á Vísi þegar hann hefur lokið máli sínu. Neitar sök í málinu Magnús Aron neitar sök í málinu og í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms frá í fyrra kom fram að hann hefði sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina. Magnús hefði hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús sagði mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms sagði að Magnús Aron ætti sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefði jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu væri hann afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur væri um að Magnús Aron hefði framið, var fallist á að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Dómstólar hafa endurtekið fallist á beiðni lögreglu um gæsluvarðhald. Þá sagði jafnframt í úrskurðinum að það stríddi gegn réttarvitund almennings ef maður sem væri undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hefði hlotist af gengi laus á meðan málið væri til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum. Dómsmál Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15 Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. 1. september 2022 14:58 Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið með þeim afleiðingum að Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Geðlæknir var fenginn til að taka afstöðu til þess hvort Magnús Aron væri sakhæfur. Mat hans var að geðheilbrigði Magnúsar Arons væri þess eðlis að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því kæmi ekkert í veg fyrir að refsing gæti borið árangur verði hann fundinn sekur. Magnús Aron hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í júní í fyrra. Hann kom í dómsalin í umsjónum tveggja lögreglumanna í morgun. Hann dæsti þegar hann settist niður, leit á fjölmiðla og dæsti aftur. Aðstandendur Gylfa Bergmanns eru viðstaddir aðalmeðferðina sem er áætlað að taki allan daginn í dag og haldi svo áfram á morgun og föstudag. Magnús Aron verður fyrstur spurður spurninga af saksóknara og verjendum sínum í dag. Hans fyrstu viðbrögð í dómsal voru að biðja dómara í málinu um að tala hærra. Fjallað verður um vitnisburð Magnúsar Arons á Vísi þegar hann hefur lokið máli sínu. Neitar sök í málinu Magnús Aron neitar sök í málinu og í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms frá í fyrra kom fram að hann hefði sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina. Magnús hefði hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús sagði mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms sagði að Magnús Aron ætti sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefði jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu væri hann afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur væri um að Magnús Aron hefði framið, var fallist á að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Dómstólar hafa endurtekið fallist á beiðni lögreglu um gæsluvarðhald. Þá sagði jafnframt í úrskurðinum að það stríddi gegn réttarvitund almennings ef maður sem væri undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hefði hlotist af gengi laus á meðan málið væri til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum.
Dómsmál Manndráp í Barðavogi Tengdar fréttir Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15 Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. 1. september 2022 14:58 Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. 5. september 2022 23:15
Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. 1. september 2022 14:58
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?