Vopnaðir lögreglumenn á götum borgarinnar vegna fundarins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2023 20:46 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Hörpu og nærliggjandi svæði verði lokað vegna fundarins. Þá hafi einnig verið gert ráð fyrir mótmælum. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49