„Við klárum bara rannsóknina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 11:54 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Árásin sem er til rannsóknar átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, er sögð hafa tengst peningum með einum eða öðrum hætti og staðið yfir í um tvær klukkustundir. RÚV greindi fyrst frá málinu og lýsir því að þolandi árásarinnar hafi verið keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Þá er árásin sögð hafa verið tekin upp á myndband. Manninum tókst loks að komast undan og brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Rannsókn miðar vel Í fyrradag hafnaði Landsréttur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum, en þeir hafa setið í varðhaldi í um átta vikur, frá því þeir voru handteknir. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ástæða þess að mennirnir hefðu verið látnir lausir væri sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegustu áverkar mannsins, sem er skurðurinn á handleggnum, væri eftir árásarmennina eða ekki. „Við klárum bara rannsóknina. Það eru svo sem engin önnur viðbrögð við þessu af okkar hálfu,“ segir Grímur. Ekki hefur verið farið fram á farbann yfir mönnunum og það stendur ekki til. Rannsókn málsins miði vel og málið verði sent ákærusviði lögreglu eftir páska, þaðan sem það fer svo til héraðssaksóknara. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjá meira
Árásin sem er til rannsóknar átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, er sögð hafa tengst peningum með einum eða öðrum hætti og staðið yfir í um tvær klukkustundir. RÚV greindi fyrst frá málinu og lýsir því að þolandi árásarinnar hafi verið keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Þá er árásin sögð hafa verið tekin upp á myndband. Manninum tókst loks að komast undan og brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Rannsókn miðar vel Í fyrradag hafnaði Landsréttur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum, en þeir hafa setið í varðhaldi í um átta vikur, frá því þeir voru handteknir. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ástæða þess að mennirnir hefðu verið látnir lausir væri sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegustu áverkar mannsins, sem er skurðurinn á handleggnum, væri eftir árásarmennina eða ekki. „Við klárum bara rannsóknina. Það eru svo sem engin önnur viðbrögð við þessu af okkar hálfu,“ segir Grímur. Ekki hefur verið farið fram á farbann yfir mönnunum og það stendur ekki til. Rannsókn málsins miði vel og málið verði sent ákærusviði lögreglu eftir páska, þaðan sem það fer svo til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjá meira
Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48