Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:31 Herbergið sem eldurinn kom upp í var mjög illa farið. Vísir/Arnar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira