Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 22:37 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræddi þunga dóma sem féllu í stóra kókaínmálinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/einar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00