„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2023 19:31 Sendiherra Póllands á Íslandi hefur verið í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna. Vísir/Sigurjón Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10