Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:15 Arnór Snær hefur verið kynntur til leiks. Twitter@RNLoewen Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita