Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 10:07 Einn lést í brunanum í nótt. Báturinn, Grímsnes GK-555, liggur nú við bryggju. Vísir/Egill Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund. Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund.
Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45