Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir orðræðu um hve dýrt fatlað fólk sé í rekstri vera niðurlægjandi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57