Söfnuðu sjötíu og fimm milljónum í leikinn Dig in Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 13:31 Forsvarsmenn Vitar Games. Frá vinstri: Vianey G. Gonzales Leal, Baldvin Albertsson, Ævar Örn Kvaran og Egill Ásgrímsson. Tölvuleikjafyrirtækið Vitar Games safnaði 75 milljónum króna í fyrstu fjármögnun þess. Hún var framkvæmd með sjóðunum Behold Ventures og Brunnur vaxtarsjóður II. Peningarnir verða notaðir til framleiðslu leiksins Dig in, sem er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir. Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum. Leikjavísir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum.
Leikjavísir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira