Jerry Springer látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 14:44 Jerry Springer á viðburði í New York árið 2010. AP/Richard Drew Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira