„Af hverju má mér ekki líða vel?“ Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. apríl 2023 21:45 Bergþóra Pálsdóttir býr í hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Laugardal. Vísir/Vilhelm Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira