Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 18:30 Kristófer verst fimlega í leik þrjú. Vísir/Bára Dröfn Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Atvikið sem um er ræðir snýr að Kristófer Acox, leikmanni Vals, og Jordan Semple, leikmanni Þórs. Semple var ekki með í leik liðanna í gær, sunnudag, þegar Valur jafnaði metin í einvíginu í 2-2. Eftir leik mætti Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, og sagði „þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk.“ Þar átti hann við þá staðreynd að Semple hefði farið úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer. Farið far yfir atvikið í Körfuboltakvöldi bæði fyrir og eftir leikinn í gær. Í dag, þriðjudag, baðst Lárus svo afsökunar. Hann sagðist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra,“ sagði Lárus einnig. Nú hefur KKÍ gefið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að allir aðilar innan dómaranefndar sambandsins, innlendir sem og erlendir, hafi verið sammála að Kristófer hafi ekki átt skilið brottrekstur né leikbann. Yfirlýsingu KKÍ má sjá í heild sinni hér að neðan. Í ljósi ummæla þjálfara Þórs frá Þorlákshöfn vegna atviks úr þriðja leik Vals og Þórs vill dómaranefnd KKÍ koma því á framfæri að allir þeir sem um þetta mál hafa fjallað á vegum nefndarinnar, innlendir sem erlendir aðilar, hafa komist að þeirri sömu niðurstöðu að atvikið verðskuldi ekki brottrekstur. Körfubolti Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Atvikið sem um er ræðir snýr að Kristófer Acox, leikmanni Vals, og Jordan Semple, leikmanni Þórs. Semple var ekki með í leik liðanna í gær, sunnudag, þegar Valur jafnaði metin í einvíginu í 2-2. Eftir leik mætti Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, og sagði „þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk.“ Þar átti hann við þá staðreynd að Semple hefði farið úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer. Farið far yfir atvikið í Körfuboltakvöldi bæði fyrir og eftir leikinn í gær. Í dag, þriðjudag, baðst Lárus svo afsökunar. Hann sagðist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra,“ sagði Lárus einnig. Nú hefur KKÍ gefið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að allir aðilar innan dómaranefndar sambandsins, innlendir sem og erlendir, hafi verið sammála að Kristófer hafi ekki átt skilið brottrekstur né leikbann. Yfirlýsingu KKÍ má sjá í heild sinni hér að neðan. Í ljósi ummæla þjálfara Þórs frá Þorlákshöfn vegna atviks úr þriðja leik Vals og Þórs vill dómaranefnd KKÍ koma því á framfæri að allir þeir sem um þetta mál hafa fjallað á vegum nefndarinnar, innlendir sem erlendir aðilar, hafa komist að þeirri sömu niðurstöðu að atvikið verðskuldi ekki brottrekstur.
Í ljósi ummæla þjálfara Þórs frá Þorlákshöfn vegna atviks úr þriðja leik Vals og Þórs vill dómaranefnd KKÍ koma því á framfæri að allir þeir sem um þetta mál hafa fjallað á vegum nefndarinnar, innlendir sem erlendir aðilar, hafa komist að þeirri sömu niðurstöðu að atvikið verðskuldi ekki brottrekstur.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira