Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 18:43 Björk á Cochella í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Getty/Santiago Felipe Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. „Við áttum okkur á því að þetta mun valda miðahöfum vonbrigðum og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða þrjá tónleika sem áttu að fara fram 7., 10. og 13. júní. Þeir sem voru búnir að kaupa miða munu fá þá endurgreidda. Björk hélt síðast tónleika hér á landi í október og í nóvember. Í tilkynningunni sem er frá umboðsskrifstofu Bjarkar segir að leitað verði allra ráða til að tryggja að vandamál eins og þau sem komu upp nú, komi ekki upp aftur. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Björk Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við áttum okkur á því að þetta mun valda miðahöfum vonbrigðum og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða þrjá tónleika sem áttu að fara fram 7., 10. og 13. júní. Þeir sem voru búnir að kaupa miða munu fá þá endurgreidda. Björk hélt síðast tónleika hér á landi í október og í nóvember. Í tilkynningunni sem er frá umboðsskrifstofu Bjarkar segir að leitað verði allra ráða til að tryggja að vandamál eins og þau sem komu upp nú, komi ekki upp aftur. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“
Björk Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira