Varið ykkur á Kópavogslæknum! Kristín Sævarsdóttir skrifar 9. maí 2023 12:01 Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun