Eiga sérstakan búnað til drónavarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 14:15 Frá heimsókn Mike Pence til Íslands. Viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Vilhelm Gunnarsson Allt drónaflug verður bannað á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Brot geta varðað fimm ára fangelsi. „Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33