Viðsnúningur í hoppukastalamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2023 16:17 Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí árið 2021. Vísir/Lillý Landsréttur hefur fyrirskipað dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra að kalla til tvo matsmenn til að reyna að svara betur þeim spurningum hvað varð til þess að hoppukastali fullur af börnum tókst á loft á Akureyri í júlí 2021. Dómarinn í héraði hafði áður hafnað kröfu verjenda sakborninga í málinu um að kveða fyrir dóminn tvo matsmenn. Sú niðurstaða var kærð til Landsréttar sem komst að öndverðri niðurstöðu. Verjendurnir vilja skýrari svör varðandi hvernig festa átti kastalann í jörðu og álit varðandi vind í aðdraganda slyssins. Einar Oddur Sigurðsson, einn verjenda, segir mikilvægt að svara þessum spurningum. Fyrra mat hafi verið að allt of fáir hælar hefðu verið notaðir án þess að tilgreint hefði verið hve marga hæla hefði átt að nota. Því þurfi að svara annars vegar þeirri spurningu hvort kastalinn hafi verið fullnægjandi festur, meðal annars miðað við tilmæli frá framleiðanda. Segir horft fram hjá upplýsingum frá framleiðanda Einar Oddur segir upplýsingar liggja fyrir um hvernig standa eigi að því að festa niður kastalann. Þær upplýsingar séu í andstöðu við fyrirliggjandi mat. „Það er eins og hafi verið horft fram hjá því,“ segir Einar Oddur um fyrra mat fyrir dómi. Þá beri öllum vitnum saman um að sterk vindhviða hafi komið á horn kastalans þegar hann lyftist upp. Fyrra mat segi að ekki sé hægt að leggja mat á hve sterk hviðan hafi verið eða hve mikinn vind kastalinn eigi að þola. Í leiðbeiningum frá framleiðanda segi hins vegar að kastalinn eigi að þola ákveðinn vindstyrk. Því þurfi sérfræðing til að meta hvort vindhviðan hafi verið yfir tilteknum mörkum. Aðalmeðferð seinkar Fimm eru ákærðir í málinu. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í maí. Einar Oddur á von á því að dómari boði aðila málsins til fyrirtöku á næstunni. Reikna má með því að aðalmeðferð frestist því nokkuð í málinu. Fimmmenningarnir eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barnanna sem voru að leik í hoppukastalanum með einum eða öðrum hætti. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Eitt barnanna, sex ára stúlka, slasaðist alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Hoppukastalaslys á Akureyri Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. 8. mars 2023 15:27 Áskorun um að víkja vegna ákæru Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. 16. febrúar 2023 10:00 Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Dómarinn í héraði hafði áður hafnað kröfu verjenda sakborninga í málinu um að kveða fyrir dóminn tvo matsmenn. Sú niðurstaða var kærð til Landsréttar sem komst að öndverðri niðurstöðu. Verjendurnir vilja skýrari svör varðandi hvernig festa átti kastalann í jörðu og álit varðandi vind í aðdraganda slyssins. Einar Oddur Sigurðsson, einn verjenda, segir mikilvægt að svara þessum spurningum. Fyrra mat hafi verið að allt of fáir hælar hefðu verið notaðir án þess að tilgreint hefði verið hve marga hæla hefði átt að nota. Því þurfi að svara annars vegar þeirri spurningu hvort kastalinn hafi verið fullnægjandi festur, meðal annars miðað við tilmæli frá framleiðanda. Segir horft fram hjá upplýsingum frá framleiðanda Einar Oddur segir upplýsingar liggja fyrir um hvernig standa eigi að því að festa niður kastalann. Þær upplýsingar séu í andstöðu við fyrirliggjandi mat. „Það er eins og hafi verið horft fram hjá því,“ segir Einar Oddur um fyrra mat fyrir dómi. Þá beri öllum vitnum saman um að sterk vindhviða hafi komið á horn kastalans þegar hann lyftist upp. Fyrra mat segi að ekki sé hægt að leggja mat á hve sterk hviðan hafi verið eða hve mikinn vind kastalinn eigi að þola. Í leiðbeiningum frá framleiðanda segi hins vegar að kastalinn eigi að þola ákveðinn vindstyrk. Því þurfi sérfræðing til að meta hvort vindhviðan hafi verið yfir tilteknum mörkum. Aðalmeðferð seinkar Fimm eru ákærðir í málinu. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í maí. Einar Oddur á von á því að dómari boði aðila málsins til fyrirtöku á næstunni. Reikna má með því að aðalmeðferð frestist því nokkuð í málinu. Fimmmenningarnir eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barnanna sem voru að leik í hoppukastalanum með einum eða öðrum hætti. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Eitt barnanna, sex ára stúlka, slasaðist alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt.
Hoppukastalaslys á Akureyri Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. 8. mars 2023 15:27 Áskorun um að víkja vegna ákæru Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. 16. febrúar 2023 10:00 Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. 8. mars 2023 15:27
Áskorun um að víkja vegna ákæru Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. 16. febrúar 2023 10:00
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49