Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Snorri Másson skrifar 13. maí 2023 09:00 Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni
Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02