„Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 23:31 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Stöð 2 Íþróttasamband Íslands hefur miklar áhyggjur af ólöglegum veðmálafyrirtækjum sem starfi hér á landi. Áætlað er að 20-30 milljarðar króna fari til slíkra fyrirtækja á hverju ári og mikilvægt að stjórnvöld spyrni við fótum. „Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum. ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
„Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum.
ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24