The Weeknd fleygir listamannsnafninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 23:38 Tónlistarmaðurinn er sá vinsælasti í heimi um þessar mundir. Hann virðist vera þreyttur á listamannsnafninu. Kanadíska poppstjarnan The Weeknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á samfélagsmiðlum, Abel Tesfaye, í stað síns heimsfræga nafns The Weeknd. Hann hefur áður rætt opinskátt um að vilja losna undan listamannsnafninu. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að söngvarinn hafi áður spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlinum Twitter að því hvort hann ætti að skipta um nafn. „ABEL áður þekktur sem The Weeknd?“ skrifaði tónlistarmaðurinn svo athygli vakti. Þá segir hann í samtali við W Magazine að hann sé að ganga í gegnum ákveðið breytingarskeið. „Ég er að verða nær því að vera reiðubúinn til þess að ljúka þessum The Weeknd kafla,“ segir tónlistarmaðurinn. Hann hefur áður lýst því að uppruna nafnsins megi rekja til þess þegar hann hafi hætt í skóla. Hann hafi hætt um eina helgi og aldrei mætt aftur. „Ég er búinn að segja allt sem ég hef að segja sem The Weeknd,“ segir tónlistarmaðurinn við tímaritið en undir listamannsnafninu hefur hann unnið til fjögurra Grammy verðlauna auk þess sem heimsmetabók Guinness lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hann væri vinsælasti tónlistarmaður veraldar, sökum fjölda hlustana á Spotify. Í mars 2023 hlustuðu 111,4 milljónir hlustenda á tónlistarmanninn á Spotify streymisveitunni og var hann sá fyrsti til að rjúfa hundrað milljóna hlustenda múrinn. Tónlist Kanada Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að söngvarinn hafi áður spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlinum Twitter að því hvort hann ætti að skipta um nafn. „ABEL áður þekktur sem The Weeknd?“ skrifaði tónlistarmaðurinn svo athygli vakti. Þá segir hann í samtali við W Magazine að hann sé að ganga í gegnum ákveðið breytingarskeið. „Ég er að verða nær því að vera reiðubúinn til þess að ljúka þessum The Weeknd kafla,“ segir tónlistarmaðurinn. Hann hefur áður lýst því að uppruna nafnsins megi rekja til þess þegar hann hafi hætt í skóla. Hann hafi hætt um eina helgi og aldrei mætt aftur. „Ég er búinn að segja allt sem ég hef að segja sem The Weeknd,“ segir tónlistarmaðurinn við tímaritið en undir listamannsnafninu hefur hann unnið til fjögurra Grammy verðlauna auk þess sem heimsmetabók Guinness lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hann væri vinsælasti tónlistarmaður veraldar, sökum fjölda hlustana á Spotify. Í mars 2023 hlustuðu 111,4 milljónir hlustenda á tónlistarmanninn á Spotify streymisveitunni og var hann sá fyrsti til að rjúfa hundrað milljóna hlustenda múrinn.
Tónlist Kanada Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira