Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 11:49 Magnús Már Guðmundsson er framkvæmdastjóri BSRB. BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira