Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 23:40 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira