Vonir um að útbreiðslan sé ekki mikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 10:44 Matvælastofnun minnir á að meðgöngutími veikinnar er langur og hvetur bændur með fé frá sýktum bæjum til þess að afhenda fé. Vísir/Vilhelm Niðurstöður sem komnar eru úr greiningu riðusýna í Miðfjarðarhólfi vekja vonir um að útbreiðslan sé ekki mikil. Því er brýnt að hefta hana með fumlausum viðbrögðum og í því sambandi mikilvægast að taka mögulega smitbera úr umferð eins fljótt og hægt er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafi nú greint um þriðjung sýna eða 234 sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum og tæplega helming sýna, 342, frá Syðri-Urriðaá. Fullvíst að hjörðin var útsett Að sögn Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest í um sex prósent sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Hins vegar segir stofnunin að ekki sé hægt að álykta út frá þessu að riða hafi ekki náð að breiðast út í hjörðinni á Syðri-Urriðaá. Fullvíst sé að hjörðin var útsett fyrir smitefninu, því ærin frá Bergsstöðum gekk í hjörðinni í þrjá vetur og óhugsandi annað en að hún hafi mengað umhverfi hjarðarinnar og smitað einhverjar ær með beinum hætti. Segir stofnunin að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst að á Syðri-Urriðaá hafi fáar kindur, ef einhverjar, verið langt komnar á meðgöngutíma sjúkdómsins. Þróun sjúkdómsins hafi því verið skemmra á veg komin en á Bergsstöðum og mögulega hefur smitefnið ekki verið búið að magnast upp með sama hætti. Meðgöngutíminn getur verið langur Ítrekar Matvælastofnun að meðgöngutími sjúkdómsins sé oftast 1,5 til 2 ár, en getur verið mun lengri. Mest allan þann tíma leynist smitefnið í eitlum meltingafæranna og víðar í líkamanum, magnast þar upp og er skilið út með skít, munnvatni og legvatni. Það er ekki fyrr en stuttu áður en einkenni sjúkdómsins koma fram að mögulegt er að greina smitefnið í miðtaugakerfinu með sýnatöku úr mænukylfu og litla heila. Því er varhugavert að draga of sterkar ályktanir út frá neikvæðum niðurstöðum á meðan jákvæðar niðurstöður eru mjög öruggar. Þá minnir Matvælastofnun á að það sé á ábyrgð sérhvers sauðfjárbónda að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja hjörð sína smiti og ekki síður að koma í veg fyrir að kindur í hans eigu smiti aðrar hjarðir. Hvetur bændur til að afhenda fé Engum dylst, að sögn stofnunarinnar, að það sé mikið áfall fyrir sauðfjárbónda þegar riðuveiki greinist í hans hjörð og allir sem að málum koma finna til samkenndar með þeim bændum. Bændurnir á Bergstöðum og Syðri-Urriðaá hafa sýnt mikið hugrekki, axlað ábyrgð og verið samvinnufúsir í yfirstandandi aðgerðum, samkvæmt stofnuninni. Hún hvetur þá bændur sem keyptu fé frá Syðri-Urriðaá og enn hafa ekki samþykkt að afhenda stofnuninni þær kindur, eins og reglugerð kveður á um, að gera slíkt. Riðuveiki veldur sársaukafullum taugaskaða í miðtaugakerfi sauðfjár og það er skylda okkar að hindra útbreiðslu svo alvarlegs sjúkdóms. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafi nú greint um þriðjung sýna eða 234 sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum og tæplega helming sýna, 342, frá Syðri-Urriðaá. Fullvíst að hjörðin var útsett Að sögn Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest í um sex prósent sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Hins vegar segir stofnunin að ekki sé hægt að álykta út frá þessu að riða hafi ekki náð að breiðast út í hjörðinni á Syðri-Urriðaá. Fullvíst sé að hjörðin var útsett fyrir smitefninu, því ærin frá Bergsstöðum gekk í hjörðinni í þrjá vetur og óhugsandi annað en að hún hafi mengað umhverfi hjarðarinnar og smitað einhverjar ær með beinum hætti. Segir stofnunin að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst að á Syðri-Urriðaá hafi fáar kindur, ef einhverjar, verið langt komnar á meðgöngutíma sjúkdómsins. Þróun sjúkdómsins hafi því verið skemmra á veg komin en á Bergsstöðum og mögulega hefur smitefnið ekki verið búið að magnast upp með sama hætti. Meðgöngutíminn getur verið langur Ítrekar Matvælastofnun að meðgöngutími sjúkdómsins sé oftast 1,5 til 2 ár, en getur verið mun lengri. Mest allan þann tíma leynist smitefnið í eitlum meltingafæranna og víðar í líkamanum, magnast þar upp og er skilið út með skít, munnvatni og legvatni. Það er ekki fyrr en stuttu áður en einkenni sjúkdómsins koma fram að mögulegt er að greina smitefnið í miðtaugakerfinu með sýnatöku úr mænukylfu og litla heila. Því er varhugavert að draga of sterkar ályktanir út frá neikvæðum niðurstöðum á meðan jákvæðar niðurstöður eru mjög öruggar. Þá minnir Matvælastofnun á að það sé á ábyrgð sérhvers sauðfjárbónda að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja hjörð sína smiti og ekki síður að koma í veg fyrir að kindur í hans eigu smiti aðrar hjarðir. Hvetur bændur til að afhenda fé Engum dylst, að sögn stofnunarinnar, að það sé mikið áfall fyrir sauðfjárbónda þegar riðuveiki greinist í hans hjörð og allir sem að málum koma finna til samkenndar með þeim bændum. Bændurnir á Bergstöðum og Syðri-Urriðaá hafa sýnt mikið hugrekki, axlað ábyrgð og verið samvinnufúsir í yfirstandandi aðgerðum, samkvæmt stofnuninni. Hún hvetur þá bændur sem keyptu fé frá Syðri-Urriðaá og enn hafa ekki samþykkt að afhenda stofnuninni þær kindur, eins og reglugerð kveður á um, að gera slíkt. Riðuveiki veldur sársaukafullum taugaskaða í miðtaugakerfi sauðfjár og það er skylda okkar að hindra útbreiðslu svo alvarlegs sjúkdóms.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira