Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 15:00 Hæstiréttur telur að hvorki sé unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað. Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09