Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 14:51 Guðlaugur Þór segir Skerjafjörðinn eina fárra ósnertra strandlengja í borginni. Því megi ekki raska ró náttúrunnar þar. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“ Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“
Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01