Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 09:41 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar. Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar.
Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira