Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 15:40 Coinbase er stærsti miðlari rafmynta sem er skráður í Bandaríkjunum. AP/Richard Drew Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US. Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US.
Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58