Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 08:42 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hvetur heimilin til að huga að breytingum á lánaskilmálum húnsæðislána nú þegar tímabil fastra vaxta er að renna sitt skeið hjá mörgum heimilum á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun kemur fram að heimili og fyrirtæki standi aftur á móti frammi fyrir versnandi fjármálaskilyrðum. Vanskil útlána væru þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Þá hafi nýlegar útgáfur á erlendum skuldabréfamörkuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu þótt vaxtakjörin hefðu versnað. Nefndin telji viðnámsþrótt kerfisins góðan og hefði því ákveðið að halda framlögum banka í sveiflujöfnunarauka óbreyttum í 2,5%. „Skörp hækkun fasteignaverðs og neikvæðir raunvextir hafa skilað hraðri eiginfjármyndun, sérstaklega hjá þeim sem hafa fjármagnað fasteignakaup með nafnvaxtalánum. Setning lánþegaskilyrða, bæði hámark veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfalls, dró úr hættunni á því að hröð eiginfjármyndun skapaði forsendur fyrir óhóflega skuldsetningu," segir í yfirlýsingunni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóriog aðrir í peningastefnunefnd Seðlabankans munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á kynningarfundi klukkan 9:30. Fundinum verður streymt á Vísi.Vísir/Vilhelm Það sjáist m.a. af því að skuldahlutfall heimila hafi verið stöðugt í 150% af ráðstöfunartekjum þeirra. Sterk eiginfjárstaða heimila skapi viðnámsþrótt til að mæta versnandi fjármálaskilyrðum. Bankinn vekur athygli á að umsaminn tími fastra vaxta á íbúðarlánum hjá mjög mörgum líði á næstu mánuðum og því þurfi mörg heimili að gera ráðstafanir. „Verðbólga og skörp hækkun vaxta leiðir þó til þyngri greiðslubyrði þeirra sem hafa tekið lán með breytilegum nafnvöxtum. Þá mun vaxtafesta margra lántaka brátt renna sitt skeið og hækkandi raunvextir þyngja greiðslubyrði," segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. „Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett," segir í yfirlýsingunni. Nefdin segir einnig nauðsynlegt er að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Þau skref sem hafi verið stigin í átt að innlendri, óháðri smágreiðslumiðlun séu jákvæð í því samhengi. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti," segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu. 5. júní 2023 11:30 Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun kemur fram að heimili og fyrirtæki standi aftur á móti frammi fyrir versnandi fjármálaskilyrðum. Vanskil útlána væru þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Þá hafi nýlegar útgáfur á erlendum skuldabréfamörkuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu þótt vaxtakjörin hefðu versnað. Nefndin telji viðnámsþrótt kerfisins góðan og hefði því ákveðið að halda framlögum banka í sveiflujöfnunarauka óbreyttum í 2,5%. „Skörp hækkun fasteignaverðs og neikvæðir raunvextir hafa skilað hraðri eiginfjármyndun, sérstaklega hjá þeim sem hafa fjármagnað fasteignakaup með nafnvaxtalánum. Setning lánþegaskilyrða, bæði hámark veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfalls, dró úr hættunni á því að hröð eiginfjármyndun skapaði forsendur fyrir óhóflega skuldsetningu," segir í yfirlýsingunni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóriog aðrir í peningastefnunefnd Seðlabankans munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á kynningarfundi klukkan 9:30. Fundinum verður streymt á Vísi.Vísir/Vilhelm Það sjáist m.a. af því að skuldahlutfall heimila hafi verið stöðugt í 150% af ráðstöfunartekjum þeirra. Sterk eiginfjárstaða heimila skapi viðnámsþrótt til að mæta versnandi fjármálaskilyrðum. Bankinn vekur athygli á að umsaminn tími fastra vaxta á íbúðarlánum hjá mjög mörgum líði á næstu mánuðum og því þurfi mörg heimili að gera ráðstafanir. „Verðbólga og skörp hækkun vaxta leiðir þó til þyngri greiðslubyrði þeirra sem hafa tekið lán með breytilegum nafnvöxtum. Þá mun vaxtafesta margra lántaka brátt renna sitt skeið og hækkandi raunvextir þyngja greiðslubyrði," segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. „Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett," segir í yfirlýsingunni. Nefdin segir einnig nauðsynlegt er að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Þau skref sem hafi verið stigin í átt að innlendri, óháðri smágreiðslumiðlun séu jákvæð í því samhengi. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti," segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu. 5. júní 2023 11:30 Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu. 5. júní 2023 11:30
Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36
Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31
Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12