Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 21:12 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent