Eins og að hlaupa tvö maraþon og ellefu Esjur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Snorri þegar hann kom í mark en hann endaði í sæti 33 á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Mynd/sigurður Pétur Jóhannsson Ljósmyndarinn Snorri Björnsson tók þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi í Austurríki á föstudaginn og náði frábærum árangri. Hann er loksins farinn að sætta sig við það að kalla sig hlaupara. Hlaupið fór fram í Innsbruck í Austurríki og hafnaði Snorri í 33.sæti mótsins í 85 kílómetra hlaupi. Hann fór vegalengdina á rúmlega ellefu klukkustundum. „Ég er svona að sætta mig við það og horfast í augu við það að ég sé orðinn hlaupari. Ég var alltaf bara í Crossfitinu en síðan fór maður svona hægt og rólega að fara hlaupa og síðan fór maður yfir í maraþonið en átti alltaf erfitt með að kalla mig hlaupa miðið við tímana sem ég var að fara á. En núna segir ég við sjálfan mig að ég sé hlaupari,“ segir Snorri Björns og heldur áfram. „Þetta er svona aðeins öðruvísi hlaup en maraþon því þá er hlaupið á jafnsléttu. Þetta er í raun andstæða og þú þarft að eiga við hæðarmetra. Ef við setjum þetta í samhengi þá er hækkunin þarna 6500 metra, svona eins og ellefu Esjur og svo er hlaupið tvö maraþon. Svo kemur ofan í þetta háfjallaloft, erfiðir stígar og mikill hiti.“ Snorri segir að hlaupið hafi sannarlega tekið á en ekki það erfiðast sem hann hefur gert. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá myndi ég segja að þegar ég fór fyrst Laugaveginn þá hafði ég aldrei upplifað aðra eins þjáningu, sjokk og áreynslu. Ég var bara eftir mig dagana, vikurnar og mánuðina eftir það hlaup. Þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast en núna er ég kominn með smá vott af reynslu, þó þetta hafi vissulega verið erfiðara hlaup.“ Hann segist hafa verið með skýrt plan í hausnum allt hlaupið. „Ég ætlaði bara að hlaupa mjög öruggt í byrjun og fara í rauninni of hægt ef ég gæti. Ef ég ætti eitthvað inni þá myndi ég taka það út í lokin, það var planið,“ segir Snorri en það kom honum verulega á óvart að hann skildi ná að lenda í sæti 33 á heimsmeistaramóti og er hann gríðarlega stoltur af afrekinu. Hér að neðan má sjá viðtal við Snorra sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hlaup Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Hlaupið fór fram í Innsbruck í Austurríki og hafnaði Snorri í 33.sæti mótsins í 85 kílómetra hlaupi. Hann fór vegalengdina á rúmlega ellefu klukkustundum. „Ég er svona að sætta mig við það og horfast í augu við það að ég sé orðinn hlaupari. Ég var alltaf bara í Crossfitinu en síðan fór maður svona hægt og rólega að fara hlaupa og síðan fór maður yfir í maraþonið en átti alltaf erfitt með að kalla mig hlaupa miðið við tímana sem ég var að fara á. En núna segir ég við sjálfan mig að ég sé hlaupari,“ segir Snorri Björns og heldur áfram. „Þetta er svona aðeins öðruvísi hlaup en maraþon því þá er hlaupið á jafnsléttu. Þetta er í raun andstæða og þú þarft að eiga við hæðarmetra. Ef við setjum þetta í samhengi þá er hækkunin þarna 6500 metra, svona eins og ellefu Esjur og svo er hlaupið tvö maraþon. Svo kemur ofan í þetta háfjallaloft, erfiðir stígar og mikill hiti.“ Snorri segir að hlaupið hafi sannarlega tekið á en ekki það erfiðast sem hann hefur gert. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá myndi ég segja að þegar ég fór fyrst Laugaveginn þá hafði ég aldrei upplifað aðra eins þjáningu, sjokk og áreynslu. Ég var bara eftir mig dagana, vikurnar og mánuðina eftir það hlaup. Þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast en núna er ég kominn með smá vott af reynslu, þó þetta hafi vissulega verið erfiðara hlaup.“ Hann segist hafa verið með skýrt plan í hausnum allt hlaupið. „Ég ætlaði bara að hlaupa mjög öruggt í byrjun og fara í rauninni of hægt ef ég gæti. Ef ég ætti eitthvað inni þá myndi ég taka það út í lokin, það var planið,“ segir Snorri en það kom honum verulega á óvart að hann skildi ná að lenda í sæti 33 á heimsmeistaramóti og er hann gríðarlega stoltur af afrekinu. Hér að neðan má sjá viðtal við Snorra sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Hlaup Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira