Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2023 22:29 Umsókn Ólafíu Kristínar Norðfjörð um starfsnám í lögreglufræðum við HA var hafnað árið 2019 á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. Hún ákvað hins vegar að taka slaginn við kerfið og útskrifaðist loks sem lögregluþjónn síðustu helgi. Vísir/Arnar Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum. Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum.
Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21
Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02