Á annan tug vantar samastað þegar Samhjálp missir húsnæðið Árni Sæberg skrifar 17. júní 2023 14:16 Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Bylgjan Leigusamningi Samhjálpar við Félagsbústaði um húsnæði áfangaheimilisins Brúar hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri samtakanna segir framtíð þjónustunnar í óvissu. Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda. Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda.
Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira