Menningareyja á Melunum Þóra Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 21:31 Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun