Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 11:34 Viðskiptavinir Amazon skráðu sig stundum óafvitandi í áskrift að Prime en það var hægara sagt en gert að segja henni upp aftur samvæmt stefnu FTC. AP/Gene J. Puskar Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna. Amazon Bandaríkin Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira