Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2023 12:51 Slysið átti sér stað um morguninn 10. nóvember 2021, á hjólastíg sem liggur meðfram Sæbraut. vísir/vilhelm Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst. Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst.
Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35