Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 07:45 Eins og sjá má er grjóthrúgan ofan í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. „Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR. Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
„Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR.
Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira