Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 23:49 Óskar spyr hver sé raunveruleg ástæða brottrekstrar Konráðs. Meistaradeildin/Gunnar Freyr Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. „Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti. Hestaíþróttir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti.
Hestaíþróttir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira