Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 17:09 Drake er kominn á nýjar slóðir með ljóðabókarútgáfu sinni. Hann heldur þó vafalaust áfram að gefa út slagara eins og honum einum er lagið. Samsett/Getty/Skjáskot Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindi Drake frá því að hann væri að vinna að ljóðabók. Sú er núna loksins komin út. Ljóðabókin ber titilinn Titlar eyðileggja allt: Vitundarstreymi (e. Titles Ruin Everything: A Stream of Consciousness), er 168 síður og er skrifuð í samstarfi við Kenza Samir, samstarfsfélaga Drake til margra ára. Meðal umfjöllunarefna eru samkvæmt vefsíðu útgefandans Phaidon „rómantík, frægð og ástarsambönd“. Þar er líka hægt að forpanta bókina á aðeins 14,95 pund. Ljóðabókin er fallega blá og skemtilega hönnuð þannig að mér sér kápuskreytingu hennar bara í heild sinni ef maður opnar hana.Skjáskot Drake hefur auglýst bókina í fréttamiðlum og fréttablöðum með QR-kóða sem leiðir fólk að vefsíðunni titlesruineverything.com. Þar tekur við manni hvítur bakgrunnur með skilaboðunum „Ég gerði plötu sem fer með bókinni. Þau segjast sakna gamla Drake, stelpa ekki storka mér“ og vísar þar í sitt eigið lag „Headlines“ af plötunni Take Care. Neðst stendur síðan „FYRIR ALLA HUNDANA“. Hins vegar stendur ekkert um það hvenær platan á að koma út. Skilaboð Drake til aðdáenda um nýju plötuna.Skjáskot Það hefur verið annasamt hjá Drake undanfarið ár, 17. júní á síðasta ári kom út dansplatan Honestly Nevermind og í nóvember sama ár gaf hann út plötuna Her Loss með 21 Savage. Þeir félagar eru síðan að fara á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin sem hefst á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem Drake vísar í: Bandaríkin Ljóðlist Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindi Drake frá því að hann væri að vinna að ljóðabók. Sú er núna loksins komin út. Ljóðabókin ber titilinn Titlar eyðileggja allt: Vitundarstreymi (e. Titles Ruin Everything: A Stream of Consciousness), er 168 síður og er skrifuð í samstarfi við Kenza Samir, samstarfsfélaga Drake til margra ára. Meðal umfjöllunarefna eru samkvæmt vefsíðu útgefandans Phaidon „rómantík, frægð og ástarsambönd“. Þar er líka hægt að forpanta bókina á aðeins 14,95 pund. Ljóðabókin er fallega blá og skemtilega hönnuð þannig að mér sér kápuskreytingu hennar bara í heild sinni ef maður opnar hana.Skjáskot Drake hefur auglýst bókina í fréttamiðlum og fréttablöðum með QR-kóða sem leiðir fólk að vefsíðunni titlesruineverything.com. Þar tekur við manni hvítur bakgrunnur með skilaboðunum „Ég gerði plötu sem fer með bókinni. Þau segjast sakna gamla Drake, stelpa ekki storka mér“ og vísar þar í sitt eigið lag „Headlines“ af plötunni Take Care. Neðst stendur síðan „FYRIR ALLA HUNDANA“. Hins vegar stendur ekkert um það hvenær platan á að koma út. Skilaboð Drake til aðdáenda um nýju plötuna.Skjáskot Það hefur verið annasamt hjá Drake undanfarið ár, 17. júní á síðasta ári kom út dansplatan Honestly Nevermind og í nóvember sama ár gaf hann út plötuna Her Loss með 21 Savage. Þeir félagar eru síðan að fara á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin sem hefst á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem Drake vísar í:
Bandaríkin Ljóðlist Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira