Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 11:27 Helga Vala Helgadóttir og Brynjar Níelsson mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. „Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“ Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“
Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira