Lífið

Ís­lendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum?

Agnar Már Másson skrifar
Fjöldi Íslendinga hefur tjáð sig um skaupið. Á mynd eru Eiríkur Rögnvaldsson, Kristinn Haukur Guðnason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hörður Ágústsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Fjöldi Íslendinga hefur tjáð sig um skaupið. Á mynd eru Eiríkur Rögnvaldsson, Kristinn Haukur Guðnason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hörður Ágústsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Samsett Mynd

Áramótaskaupið virðist hafa vakið mikla lukku í ár af samfélagsmiðlum að dæma. Sumir vilja meina að það sé það besta í mannaminnum, en ekki var öllum hafi skemmt.

Margir netverjar lýsa aðdáun sinni á Sóla Hólm, sem lék Ingu Sæland, ráðherra og formann Flokks fólksins.

Skotspænir bradaranna í skaupinu taka margir gríninu af léttúð.  Einhverjum þótti harkalega vegið að Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, en tvö atriði fjölluðu um það að fólk myndi ekki hvað hún héti en Heiða virðist aftur á móti sjálf hafa húmor fyrir því. „Þakka RÚV innilega fyrir að kynna mig rækilega - geggjað skaup,“ skrifar borgarstjórinn.

Heiða Björg er borgarstjóri Reykjavíkur.Skjáskot/Facebook

„Elska þetta rauða og blómlega fataval og hvað þær ná okkur skemmtilega!“ skrifar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.

Bergþór Másson áhrifavaldur virðist einnig hafa tekið vel í atriðið þar sem grín var gert að honum. „Lengst [uppi],“ skrifar hann en það var Jóhann Kristófer, eða Joey Christ, sem fór með hlutverk vinar síns.

Áslaug Arna, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, tók því fagnandi að komast í skaupið.°

Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson skrifar á X að skaupið hafi verið eitt það besta í mörg ár. Kollegi Stefáns á Sýn, Sindri Sindrason fréttamaður, tekur í svipaðan streng: „Besta Skaup frá 1980-og eitthvað,“ skrifar Sindri á Facebook. „Besta Skaup sem ég hef séð síðan ég man ekki hvenær,“ skrifar Jakob Bjarnar blaðamaður.

„Versta skaup ever“ og meintir málfarsfordómar

Það voru aftur á móti ekki allir sáttir. Sumum fannst meðal annars fullgróflega vegið að Guðmundi Inga Kristinssyni ráðherra en mikið grín var gert að tungumálahæfileikum hans.

„Versta skaup ever,“ skrifar Kristinn Haukur Guðnason, blaðamaður DV, á Facebook.

Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur skrifar aftur á móti pistil í Facebook-hópinn Málspjallið og segir handritshöfunda hafa sýnt málfarsfordóma í garð Guðmundar Inga. „Þið getið kallað mig húmorslausan ef þið viljið, en mér fannst þetta ekki fyndið – og ekki bara það: Mér fannst þetta ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt,“ skrifar Eiríkur.

Það reyndist aftur á móti að öðru leyti erfitt að finna fleiri sem voru ósáttir með skaupið. Hér hafa nokkur ummæli verið tínd saman héðan og þaðan af netinu.

Barnabarn Ingu Sæland hefur alla mína samúð, þvílíkt ár 🫠 #skaupið

— Sverrir Friðriksson (@sigurdrifa.bsky.social) December 31, 2025 at 10:44 PM





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.