Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. júní 2023 07:46 Ein taskan rifnaði og önnur glataðist í flugi frá Barselóna til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér. Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Ein ferðataska farþeganna varð fyrir tjóni í flugi frá Barselóna á Spáni til Keflavíkur þann 7. janúar árið 2022. Rifnaði á hana gat og komst vatn inn sem skemmdi farangur sem þar var. Önnur taska farþeganna glataðist en farþegarnir töldu tjónið af því mikið. Samkvæmt upptalningu á verðmætum í töskunni sem glataðist voru þar alls 46 hlutir, einkum fatnaður af ýmsu tagi. Meðal annars: Nýir Nike skór kr. 18.000 Ný blá Nike peysa kr. 29.900 Ársgamall svartur jólakjóll kr. 30.000 Tveggja mánaða skíðaullarnærföt, fjögur stykki kr. 54.000 Nýr stangveiðimannagalli kr. 60.000 Ný kvenmannsbrók kr. 8.000 Nýir brjóstahaldarar, fjögur stykki kr. 30.000 Nýtt buff kr. 5.000 Budda með ýmsum kremum og snyrtivörum kr. 65.000 Margt fleira var týnt til. Þar á meðal taskan sjálf sem farþegar sögðu hafa kostað allt að 30.000 krónum. Heildarupphæðin væri 811.700 krónur. Höfnuðu og kærðu Vueling gekkst við því að hafa skemmt eina töskuna og glatað annarri. En upphæðina féllst flugfélagið ekki á. Var farþegunum boðið 50 evrur vegna skemmdanna og 496,11 evrur vegna glötuðu töskunnar. Saman rúmlega 81 þúsund krónur. Var þetta mat flugfélagsins á virði þeirra verðmæta sem í töskunum voru. Höfnuðu farþegarnir þessu boði, kærðu málið til Samgöngustofu og kröfðust skaðabóta. „Greiðslan er fáránlega lág,“ segir í bréfi farþeganna þar sem tilboði Vueling var svarað. „Innihald töskunnar var mun meira eins og sjá má á innihaldslýsingu og kvittunum. Vueling kallaði eftir innihaldslýsingu fyrir löngu og ættu að hafa allar upplýsingar.“ Tjónið ósannað Samgöngustofa hafnaði beiðni farþeganna og taldi að þeir ættu ekki rétt á frekari bótum til viðbótar þeirri fjárhæð sem Vueling hafi boðist til þess að greiða vegna skemmda á farangri og glataðs farangurs. Taldi Samgöngustofa að farþegarnir hefðu ekki fært sönnur fyrir umfangi tjónsins. Stofnunin hafi móttekið myndir af farangrinum í skemmdu töskunni en engar kvittanir eða önnur gögn hafi verið lögð fram til að sýna fram á raunverulegt verðmæti. Farþegarnir hefðu sent skjáskot af kvittunum og kreditkortayfirliti úr heimabanka. Myndirnar væru í slæmri upplausn og ómögulegt að tengja færslur við þau verðmæti sem voru á listanum. Úrskurðinn má sjá hér.
Spánn Ferðalög Samgöngur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira