Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 1. júlí 2023 20:10 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið. Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00