Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 15:31 Páll segir erlenda fanga ekki erfiðari en þá íslensku en að þeim fylgi annars konar áskoranir. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum. Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum.
Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26