Slösuð kona sótt á skjálftasvæðið og margir á vappi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2023 14:50 Björgunarsveitin Þorbjörn fékk útkall að jarðskjálftasvæðinu vegna konu sem hafði slasað sig á göngu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu. Sex björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu fóru á staðinn til að sækja konuna, sem hafði slasað sig við göngu. Guðni Oddgeirsson, björgunarsveitarmaður hjá slysavarnadeidinni Þorbirni í Grindavík, segir konuna ekki hafa verið mjög illa slasaða. Hægt hafi verið að flytja hana sitjandi niður. „Þegar þetta er utandyra er þetta alltaf hækkaður forgangur þó það sé svona gott veður,“ segir Guðni. Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og segir Guðni engar lokanir vera á svæðinu núna. Ekki komi til þess nema gjósi. „Ef við ætluðum að vera í því að stýra umferð þá myndum við ekki gera neitt annað,“ segir Guðni. „Það er búið að vera margt fólk á svæðinu síðan byrjaði að gjósa 2021 og hafa alltaf verið á hverjum tíma 30-50 bílar á svæðinu, sama hvernig viðrar. Miðað við hvernig veðrið er hérna í Grindavík, býst ég við allverulega mörgu fólki þarna uppfrá.“ Hann segir að allir sem komi inn á svæðið fái viðvörunarskilaboð í símann frá almannavörnum. „Það er bara viðvörun við því að það gæti eitthvað farið í gang og jarðskjálftar gætu losað um grjót í hlíðum. Þannig að fólk er beðið að vera ekki undir bröttum hlíðum og ef það fer eitthvað af stað þá að passa sig. Það er svo heldur ekki mikill vindur og þá getur gas safnast saman í lægðum. Það er það varhugaverða í þessu öllu núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Sex björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu fóru á staðinn til að sækja konuna, sem hafði slasað sig við göngu. Guðni Oddgeirsson, björgunarsveitarmaður hjá slysavarnadeidinni Þorbirni í Grindavík, segir konuna ekki hafa verið mjög illa slasaða. Hægt hafi verið að flytja hana sitjandi niður. „Þegar þetta er utandyra er þetta alltaf hækkaður forgangur þó það sé svona gott veður,“ segir Guðni. Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og segir Guðni engar lokanir vera á svæðinu núna. Ekki komi til þess nema gjósi. „Ef við ætluðum að vera í því að stýra umferð þá myndum við ekki gera neitt annað,“ segir Guðni. „Það er búið að vera margt fólk á svæðinu síðan byrjaði að gjósa 2021 og hafa alltaf verið á hverjum tíma 30-50 bílar á svæðinu, sama hvernig viðrar. Miðað við hvernig veðrið er hérna í Grindavík, býst ég við allverulega mörgu fólki þarna uppfrá.“ Hann segir að allir sem komi inn á svæðið fái viðvörunarskilaboð í símann frá almannavörnum. „Það er bara viðvörun við því að það gæti eitthvað farið í gang og jarðskjálftar gætu losað um grjót í hlíðum. Þannig að fólk er beðið að vera ekki undir bröttum hlíðum og ef það fer eitthvað af stað þá að passa sig. Það er svo heldur ekki mikill vindur og þá getur gas safnast saman í lægðum. Það er það varhugaverða í þessu öllu núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira