Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 14:30 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. Danska fyrirtækið Coloplast er að kaupa Kerecis fyrir um 176 milljarða króna. Kerecis verður sjálfstæð rekstrareining innan danska fyrirtækisins en umsvif fyrirtækisins eiga að aukast og störfum að fjölga á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að þróun leiða til að nýta þorskroð til að græða sár. Á örfáum árum varð Kerecis eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip, með því að nýta fiskafurðir sem er að mestu hent. Aðspurður um það hvers konar fyrirtæki Kerecis yrði eftir fimm ár, gangi ætlanir hans eftir, sagði Guðmundur að ein af sjálfstæðum vörulínum Coloplast sneri að sáraumbúðir og það væri stærsta sjálfstæða rekstrareining fyrirtækisins. Hún væri öflug víða um heim, nema í Bandaríkjunum, en þær væri Kerecis öflugt, með hátt í þrjú hundruð sölumenn og góðar dreifingarleiðir til sjúkrahúsa. „Ég hugsa að þetta komi til með að samlagast á næstu árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að vörur Kerecis yrðu mjög mikilvægar fyrir Coloplast, þær yrðu áfram framleiddar á Ísafirði og aðgengilegar í þeim 140 löndum þar sem Coloplast selur vörur sínar. Viðtal Kristjáns við Guðmund var nokkuð langt og má hlusta á það hér að neðan. Farið var um nokkuð víðan völl. Guðmundur sagði að erfitt yrði að flytja Kerecis á brott frá Ísafirði. Þar væri líka gott að vera með rekstur þrátt fyrir ýmsar hindranir og nokkur fyrirtæki á svæðinu væru að vaxa mjög og ná árangri. „Tekjurnar hjá okkur eru um tuttugu milljarðar. Það er fiskeldi hérna fyrir vestan sem hefur vaxið upp úr ekki neinu í um fjörutíu milljarða núna í ár og verður kannski komið í 120 eftir þrjú fjögur ár.“ Hann sagði meðal annars í samtali við Kristján að samgöngur á Vestfjörðum væru erfiðar. Gera þyrfti miklu betur og tengja þyrfti landshlutann við Reykjavíkursvæðið með láglendisveg. Það ætti að kosta um fimmtíu milljarða króna. „Ég nefni áðan að tekjur Kerecis og laxeldis á Vestfjörðum verða kannski hundrað til hundrað og fimmtíu milljarðar,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það kostar einn þriðja af þessu að gera mannsæmandi samgönguleið hingað vestur.“ Guðmundur sagði flugsamgöngur ekki heldur nægilega góðar og ekkert væri verið að skoða hvort hægt væri að gera bætur á því. „Það er bara galið að það sé ekki verið að skoða þessa hluti í samhengi og gera mannsæmandi fyrir fólk að eiga samgöngur hingað.“ Guðmundur gagnrýndi það að verið væri að verja 250 milljónum í Borgarlínu, sem hann lýsti sem gamalli tækni. Sagði hann að sjálfkeyrandi bílar myndu taka yfir á komandi árum. Vara Kerecis er keyrð suður en Guðmundur segir hana létta og því eigi fyrirtækið ekki í sömu vandræðum og laxeldið, sem notar stóra og þunga bíla sem festast iðulega á heiðum og hálsum Vestfjarða. Sprengisandur Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Samgöngur Tengdar fréttir Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Danska fyrirtækið Coloplast er að kaupa Kerecis fyrir um 176 milljarða króna. Kerecis verður sjálfstæð rekstrareining innan danska fyrirtækisins en umsvif fyrirtækisins eiga að aukast og störfum að fjölga á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að þróun leiða til að nýta þorskroð til að græða sár. Á örfáum árum varð Kerecis eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip, með því að nýta fiskafurðir sem er að mestu hent. Aðspurður um það hvers konar fyrirtæki Kerecis yrði eftir fimm ár, gangi ætlanir hans eftir, sagði Guðmundur að ein af sjálfstæðum vörulínum Coloplast sneri að sáraumbúðir og það væri stærsta sjálfstæða rekstrareining fyrirtækisins. Hún væri öflug víða um heim, nema í Bandaríkjunum, en þær væri Kerecis öflugt, með hátt í þrjú hundruð sölumenn og góðar dreifingarleiðir til sjúkrahúsa. „Ég hugsa að þetta komi til með að samlagast á næstu árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að vörur Kerecis yrðu mjög mikilvægar fyrir Coloplast, þær yrðu áfram framleiddar á Ísafirði og aðgengilegar í þeim 140 löndum þar sem Coloplast selur vörur sínar. Viðtal Kristjáns við Guðmund var nokkuð langt og má hlusta á það hér að neðan. Farið var um nokkuð víðan völl. Guðmundur sagði að erfitt yrði að flytja Kerecis á brott frá Ísafirði. Þar væri líka gott að vera með rekstur þrátt fyrir ýmsar hindranir og nokkur fyrirtæki á svæðinu væru að vaxa mjög og ná árangri. „Tekjurnar hjá okkur eru um tuttugu milljarðar. Það er fiskeldi hérna fyrir vestan sem hefur vaxið upp úr ekki neinu í um fjörutíu milljarða núna í ár og verður kannski komið í 120 eftir þrjú fjögur ár.“ Hann sagði meðal annars í samtali við Kristján að samgöngur á Vestfjörðum væru erfiðar. Gera þyrfti miklu betur og tengja þyrfti landshlutann við Reykjavíkursvæðið með láglendisveg. Það ætti að kosta um fimmtíu milljarða króna. „Ég nefni áðan að tekjur Kerecis og laxeldis á Vestfjörðum verða kannski hundrað til hundrað og fimmtíu milljarðar,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það kostar einn þriðja af þessu að gera mannsæmandi samgönguleið hingað vestur.“ Guðmundur sagði flugsamgöngur ekki heldur nægilega góðar og ekkert væri verið að skoða hvort hægt væri að gera bætur á því. „Það er bara galið að það sé ekki verið að skoða þessa hluti í samhengi og gera mannsæmandi fyrir fólk að eiga samgöngur hingað.“ Guðmundur gagnrýndi það að verið væri að verja 250 milljónum í Borgarlínu, sem hann lýsti sem gamalli tækni. Sagði hann að sjálfkeyrandi bílar myndu taka yfir á komandi árum. Vara Kerecis er keyrð suður en Guðmundur segir hana létta og því eigi fyrirtækið ekki í sömu vandræðum og laxeldið, sem notar stóra og þunga bíla sem festast iðulega á heiðum og hálsum Vestfjarða.
Sprengisandur Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Samgöngur Tengdar fréttir Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20