Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 11:17 Þessi bíll er með ljóta rispu eftir að hafa verið lyklaður á Akureyri um helgina. Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51